Nú er dreift linnulausum lygum um að hann hafi látið búa COVID-19 til svo að hann gæti grætt á bóluefni gegn veirunni. Einnig ganga sögur um að hann sé meðlimur í hópi sem er að undirbúa að taka upp einhverskonar alheimsvöktunarkerfi þar sem fylgst verður með öllum jarðarbúum. New York Times skýrir frá þessu.
Gates er því orðinn vinsælla umræðuefni á netinu en 5G og kórónuveiran.
Frá því í febrúar hefur Bill Gates verið nefndur um 1,2 milljón sinnum á samfélagsmiðlum í tengslum við samsæriskenningar tengdar kórónuveirunni. New York Times fann 16.000 færslur, þar sem Gates kom við sögu, á Facebook sem 900.000 höfðu líkað við og tjáð sig um.
10 vinsælustu YouTube myndböndin, þar sem lygum um Gates og veiruna, er dreift hafa fengið um 5 milljónir áhorfa.
Gates ver í dag miklum tíma til allskonar mannúðarmála og notar stóran hluta af auðæfum sínum til margvíslegra góðverka á borð við baráttu gegn malaríu. Hann hefur gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og aðgerðir hans vegna COVID-19 og þá sérstaklega ákvörðun Trump um að hætta greiðslum til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO.