Frá 23. mars til 12. apríl voru að minnsta kosti 16 konur myrtar í Bretlandi af sambýlismönnum/eiginmönnum sínum. Þetta er niðurstaða skráningar verkefnis sem nefnist Counting Dead Women en í því felst að skrá er haldin yfir heimilisofbeldismál. Tímabilið sem um ræðir er hófst þegar miklar hömlur voru settar á mannlíf á Bretlandi og fólki var gert að halda sig heima við.
Samkvæmt frétt Sky þá eru að meðaltali tvær konur drepnar af körlum í viku hverri á þessum árstíma en nú er meðaltalið tæplega fimm á viku.
Inn í fyrrnefndri tölu, 16, eru morð á konum og börnum.
Karen Ingala Smith, stofnandi Counting Dead Women, segir að þessi tala sé sú hæsta sem hafi sést í að minnsta kosti 11 ár og sé tvöfalt hærri en að meðaltali.