fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Sagði að eiginkonan hefði látist af völdum COVID-19 – Ekki var allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. apríl 2020 07:01

David og Gretchen. Mynd:Jupiter Police Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðasta mánuði hvarf Gretchen Anthony frá heimili sínu í Flórída í Bandaríkjunum. Hún hafði skömmu áður sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, David. Eftir að Gretchen hvarf sagði fjölskylda hennar lögreglunni að hún hefði sent þeim undarleg skilaboð. Í þeim stóð að hún væri smituð af COVID-19 veirunni og væri mjög veik og væri á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Flórída. Í öðrum skilaboðum stóð að hún hefði verið flutt á annað sjúkrahús því hún þyrfti að vera í öndunarvél.

Þegar fjölskylda hennar hafði samband við sjúkrahúsin kannaðist enginn við að Gretchen væri þar. Washington Post skýrir frá þessu. Fjölskyldan hafði þá samband við lögregluna sem hóf rannsókn á málinu.

Nú hefur David verið handtekinn en hann er grunaður um að hafa myrt Gretchen og sent skilaboð úr síma hennar til fjölskyldu hennar. Lík Gretchen hefur ekki fundist.

David lét sig hverfa þegar rannsókn lögreglunnar hófst en hann fannst í Nýju Mexíkó og var handtekinn og situr nú í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti