fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Leigusalinn frestaði innheimtu leigunnar og kom einstæðu móðurinni síðan enn meira á óvart

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. apríl 2020 05:59

Allt þetta skildi Alan eftir á pallinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru í þeirri stöðu að þurfa að nota stóran hluta af launum sínum til að greiða húsaleigu. Það reynist því mörgum erfitt að eiga nógu mikinn afgang til að geta keypt nauðsynjar og ástandið er stundum sérstaklega erfitt hjá einstæðum foreldrum. COVID-19 faraldurinn hefur gert líf margra enn erfiðara en áður, fólk hefur misst vinnuna alveg eða orðið að sætta sig við hlutastarf og margir eiga mjög erfitt með að ná endum saman.

Staðan er víða mjög erfið í Bandaríkjunum og hafa milljónir manna misst vinnuna undanfarnar vikur. Sumir leigusalar hafa viljað leggja sitt af mörkum vegna þessa og veitt leigjendum lengri greiðslufrest og/eða lækkað leiguna. Margir hafa skýrt frá þessu á samfélagsmiðlum.

Leigusali Christina Marie kom henni nýlega mjög á óvart en hún er einstæð móðir. Leigusalinn, Alan, hringdi í hana og sagði henni að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af leigunni næsta mánuðinn. Þetta gladdi hana mikið enda fjárhagsstaðan erfið.

En þar með var þessu ekki lokið því síðar um daginn fékk hún skilaboð frá Alan um að hún skyldi fara út á pall. Þegar hún opnaði útidyrnar sá hún að búið var að fylla palinn af matvörum og öðrum nauðsynjavörum en þetta var gjöf til hennar frá Alan.

„Að hann skuli hafa gert þetta fyrir mig og fjölskyldu mína snertir mig svo djúpt. Guð blessi þig!“

Skrifaði Christina á Facebook þegar hún skýrði frá þessum rausnarskap.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti