Það skekkir töluna þó að í gær ákváðu yfirvöld í New York borg að bæta 3.700 dauðsföllum við tölu látinna í borginni. Um er að ræða fólk sem lést án þess að hafa verið formlega greint með COVID-19 en gengið er út frá því að það hafi verið smitað eftir rannsóknir í kjölfar andláta þeirra.
Bandaríkin eru það land heims sem er verst sett vegna heimsfaraldursins hvað varðar fjölda smitaðra og látinna. Í heildina hafa 30.844 látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum en rúmlega 638.000 smit hafa greinst og eru nú 30.000 fleiri en í gærmorgun. Auk þess er gengið út frá því að mun fleiri séu smitaðir án þess að hafa greinst með smit.
Verst er ástandið í New York borg en þar hafa tæplega 11.000 látist.