Það hófst í júní þegar tollverðir stöðvuðu bíl, sem var með erlend skráningarnúmer, á landamærunum við Svíþjóð. Bílstjórinn, sem er Lithái, var tekinn til skoðunar og kom þá í ljós að hann hafið margoft komið við sögu í fíkniefnamálum. Þegar leitað var í bíl hans fannst skjal sem á stóð skráningarnúmer á flutningabíl.
Ákveðið að reyna að hafa uppi á þessum flutningabíl. Beindist eftirlit tollvarða því að því að finna bílinn þegar hann kæmi að norsku landamærunum. Um síðir sást bíllinn í eftirlitsmyndavélum við landamærin í Svínasundi og var hann á leið að landamærunum. Ákveðið var að láta hann fara óáreittan í gegn og vissi hollenski bílstjórinn því ekki af því að fylgst var með honum.
Bíllinn var eltur og síðan var látið til skara skríða þegar búið var að afferma bílinn í Osló tæpum sólarhring síðar. Bíllinn var þá fluttur á verkstæði þar sem gólfið í honum var rifið upp og komu fíkniefnin þá í ljós.
Litháinn og Hollendingurinn sitja í gæsluvarðhaldi og bíða þess að málið verði tekið fyrir hjá dómstólum. Götuverðmæti efnanna er talið vera sem nemur um 800 milljónum íslenskra króna.