fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Fundu tugi kílóa af fíkniefnum þegar unnið var að gerð sjónvarpsþáttar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta sumar fundu norskir tollverðir 20 kíló af heróíni og 17 kíló af kókaíni. Efnin höfðu verið falin í flutningabíl. Þegar þetta uppgötvaðist var verið að taka upp heimildamyndaröðina „Toll“ þar sem fylgst er með tollvörðum og lögreglumönnum við störf. Þáttagerðamenn voru því með í málinu allt frá upphafi.

Það hófst í júní þegar tollverðir stöðvuðu bíl, sem var með erlend skráningarnúmer, á landamærunum við Svíþjóð. Bílstjórinn, sem er Lithái, var tekinn til skoðunar og kom þá í ljós að hann hafið margoft komið við sögu í fíkniefnamálum. Þegar leitað var í bíl hans fannst skjal sem á stóð skráningarnúmer á flutningabíl.

Ákveðið að reyna að hafa uppi á þessum flutningabíl. Beindist eftirlit tollvarða því að því að finna bílinn þegar hann kæmi að norsku landamærunum. Um síðir sást bíllinn í eftirlitsmyndavélum við landamærin í Svínasundi og var hann á leið að landamærunum. Ákveðið var að láta hann fara óáreittan í gegn og vissi hollenski bílstjórinn því ekki af því að fylgst var með honum.

Bíllinn var eltur og síðan var látið til skara skríða þegar búið var að afferma bílinn í Osló tæpum sólarhring síðar. Bíllinn var þá fluttur á verkstæði þar sem gólfið í honum var rifið upp og komu fíkniefnin þá í ljós.

Litháinn og Hollendingurinn sitja í gæsluvarðhaldi og bíða þess að málið verði tekið fyrir hjá dómstólum. Götuverðmæti efnanna er talið vera sem nemur um 800 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni