„Við verðum alltaf að velja það síðara.“
Sagði hann að sögn CNN og gat þess að það „væri skárri kosturinn af tveimur slæmum“ miðað við að láta efnahagslífið taka afleiðingunum af því að hafa samfélagið meira og minna lokað.
„Vísindamenn segja okkur að efnahagslegar hörmungar ríði nú yfir. Reiknað er með að verg þjóðarframleiðsla dragist saman um 20% á þessum ársfjórðungi einum saman. Það er stjórnmálamanna að ákveða að við girðum okkur í brók og veljum skárri kostinn af tveimur slæmum. Þetta er ekki góður kostur en sá skárri af tveimur slæmum og við ætlum að færa okkur í þá áttina. Sú ábyrgð hvílir á herðum okkar og það er móðgun við kjósendur okkar að standa ekki undir henni.“
Í yfirlýsingu sem skrifstofa hans sendi CNN síðdegis í gær var reynt að draga úr vægi ummæla hans og sagt að tvinna þurfi líffræði og efnahagsmál saman til að tryggja að eins stór hluti efnahagslífsins og hægt er geti starfað á meðan reynt er að draga úr útbreiðslu veirunnar.
Ef dregið verður úr takmörkunum á samskiptum fólks nú gengur það gegn ráðlegginum bandarískra heilbrigðisyfirvalda og sérfræðinga á heilbrigðissviði.