fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þingmaður sagði að það væri skárri kostur að fólk myndi deyja en að láta efnahagslífið gjalda fyrir COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali við útvarpsstöðina WIBC í Indiana í Bandaríkjunum í gær sagði Trey Hollingsworth, þingmaður repúblikanaflokksins, að hann tæki mark á vísindunum sem spá fyrir um útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Hann sagði að það væri stjórnvalda að taka ákvörðun um hvort Bandaríkjamenn eigi að missa möguleikann á að lifa eins og Bandaríkjamenn eða hvort fórna eigi mannslífum til að hægt sé að viðhalda bandarískum lifnaðarháttum.

„Við verðum alltaf að velja það síðara.“

Sagði hann að sögn CNN og gat þess að það „væri skárri kosturinn af tveimur slæmum“ miðað við að láta efnahagslífið taka afleiðingunum af því að hafa samfélagið meira og minna lokað.

„Vísindamenn segja okkur að efnahagslegar hörmungar ríði nú yfir. Reiknað er með að verg þjóðarframleiðsla dragist saman um 20% á þessum ársfjórðungi einum saman. Það er stjórnmálamanna að ákveða að við girðum okkur í brók og veljum skárri kostinn af tveimur slæmum. Þetta er ekki góður kostur en sá skárri af tveimur slæmum og við ætlum að færa okkur í þá áttina. Sú ábyrgð hvílir á herðum okkar og það er móðgun við kjósendur okkar að standa ekki undir henni.“

Í yfirlýsingu sem skrifstofa hans sendi CNN síðdegis í gær var reynt að draga úr vægi ummæla hans og sagt að tvinna þurfi líffræði og efnahagsmál saman til að tryggja að eins stór hluti efnahagslífsins og hægt er geti starfað á meðan reynt er að draga úr útbreiðslu veirunnar.

Ef dregið verður úr takmörkunum á samskiptum fólks nú gengur það gegn ráðlegginum bandarískra heilbrigðisyfirvalda og sérfræðinga á heilbrigðissviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn