Endurskoðaðar dánartölur koma eftir að yfirvöld ákváðu að taka þá með sem talið er að hafa látist af völdum veirunnar þrátt fyrir að ekki hafi verið staðfest að fólkið hafi verið smitað.
Frá 11. mars hafa því 10.367 látist af völdum veirunnar í borginni.
Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum nú í morgunsárið hafa rúmlega 26.000 látist af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Fjöldinn hefur tvöfaldast á einni viku. Á síðasta sólarhring létust um 2.600 af völdum veirunnar í Bandaríkjunum.
Tæplega 610.000 smit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum. Það eru þrisvar sinnum fleiri smit en í nokkru öðru landi. Næstflest eru staðfest smit á Spáni eða um 172.000.