fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Danadrottning ekki sannfærð um að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 10:05

Margrét er að reykja eftir að hafa verið stórreykingakona í 66 ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Þórhildur Danadrottning er „ekki algjörlega sannfærð um“ að loftslagsbreytingarnar séu bein afleiðing verka okkar mannanna. Þetta kemur fram í viðtali við hana sem birtist í dagblaðinu Politiken um páskana. Rætt var við drottninguna í tilefni af áttræðisafmæli hennar sem er þann 16. apríl.

Í viðtalinu sagði drottningin að samfélagið ætti ekki að fara í „panik“ út af loftslagsbreytingunum.

„Þetta skiptir sannarlega miklu máli og það er mikilvægt að veita þessu athygli. En samt . . . að fara í panik er svo slæm aðferð til að takast á við vandamálin. Það gengur ekki. Það á maður ekki að gera.“

Hún sagðist ekki sjá „miklar hörmungar“ framundan og sagði það byggjast á því að hún hafi í gegnum lífið haft mikinn áhuga á sagnfræði og ekki síst sögu fornalda.

„Þá býr maður yfir löngum sjónarhóli og þá veit maður að hlutirnir breytast. Maður veit líka að loftslagið hefur breyst og breytist stöðugt.“

Þegar hún var spurð hvort hún tæki sér stöðu með vísindunum þegar þau segja að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum svaraði hún:

„Fólk á hlut að máli varðandi loftslagsbreytingarnar, það er enginn vafi á því. En hvort þær séu bein afleiðing af mannanna verkum það er ég ekki viss um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“