Í Kína hafa læknar komist að því að ýmsir líkamshlutar og líffæri hafa farið illa út úr smiti. Þeir tóku sérstaklega eftir að lifrarstarfsemi margra var ekki eins góð og áður. Vandamál með hjartað virðast einnig vera algeng.
Norska ríkisútvarpið segir að á Akershus háskólasjúkrahúsinu sé nú verið að undirbúa rannsókn á áhrifum COVID-19 á þá sem lifa smit af. Bæði á að rannsaka fólk sem þurfti að vera í öndunarvél og þá sem ekki þurftu þess. Röntgenmyndir verða teknar og virkni lungnanna mæld.