fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Þetta gerist þegar þú hóstar í búðinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 05:55

Dreifingin er ótrúleg. Mynd:Aalto University

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnskir vísindamenn hafa birt þrívíddarmódel sem sýnir hvernig kórónuveiran COVID-19 berst um loftið þegar fólk hóstar, hnerrar eða talar. Módelið sýnir svart á hvítu hversu mikilvægt það er að fólk fylgi þeim ráðleggingum sem yfirvöld hafa sett fram og tryggi að góð fjarlægð sé á milli fólks.

Víðast hvar hafa yfirvöld mælt með því að fólk gæti þess að tveir metrar, hið minnsta, séu á milli fólks hvort sem verið er úti eða inni. Finnsku vísindamennirnir rannsökuðu hvaða áhrif það hefur ef einhver hnerrar í matvöruverslun á meðan viðkomandi stendur á milli vörurekka.

Niðurstaðan er að veirur berast með lofti langt frá þeim sem hóstar og að þetta geti tekið margar mínútur.

„Fólk, sem er smitað af kórónuveirunni, getur hóstað og yfirgefið húsið en skilið eftir sig litlar loftagnir sem bera veiruna með sér. Þessar agnir geta endað í öndunarfærum annarra.“

Sagði Ville Vuorinen, prófess við Aalto háskólann, að sögn Sky News.

Dreifingin er ótrúleg. Mynd:Aalto University

Í þurrum hósta, sem er eitt einkenna COVID-19, eru agnirnar yfirleitt undir 14 míkrómetrum.  Vísindamennirnir segja að svo litlar agnir endi ekki á gólfinu heldur berist með loftstraumum eða séu á sama stað.

Jussi Shane, hjá finnsku lýðheilsustofnuninni, segir að niðurstöður rannsóknarinnar sýni hversu mikilvægt sé að fólk haldi sig heima ef það er ekki fullfrískt.

Skokkarar í hættu

Óvenjulega margir hafa grafið hlaupaskóna upp að undanförnu og eru farnir að skokka til að halda sér í formi og komast út á meðan faraldurinn gengur yfir. En miðað við það sem hollenskir og belgískir vísindamenn segja þá þurfa skokkarar að sýna aðgæslu og gæta að hvar þeir staðsetja sig ef þeir eru að skokka með öðrum.

Bert Blocken, prófessor, birt stutt myndband á Twitter af dreifingu loftagna frá fólki þegar það andar frá sér, hóstar eða hnerrar á meðan það er á göngu, hleypur eða hjólar. Myndbandið er byggð á niðurstöðum rannsókna hans og samstarfsfólks við KU Leuven og Eindhoven tækniháskólann.

Eins og sjá má í myndbandinu er öruggast að fólk sé hlið við hlið eða gæti þess að minnst fjórir til fimm metrar séu í manneskjuna fyrir framan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?