Tankbílar Carlsberg munu því ekki aka með freyðandi bjór á næstunni heldur alkóhól sem á að breyta í handspritt. 10 tankbílar munu nú aka allan sólarhringinn með alkóhól til Kalundborg þar sem handsprittið verður framleitt í fyrrum sýningarstöð Ørsted.
Mikkel Laust Broe, bruggmeistari í brugghúsi Carlsberg í Fredericia, segir að fyrirtækið hafi nú um hríð lagt sitt af mörkum til margra minni verkefna þar sem handspritt er framleitt en nú verði byrjað með mun stærra og umfangsmeira verkefni í samvinnu við stóra aðila.
Stefnt er á framleiðslu 1,4 milljóna lítra af handspritti á viku. Carlsberg Fonden og Novo Fonden styrkja verkefnið fjárhagslega og hafa lagt sem nemur tæpum 400 milljónum íslenskra króna í það.