fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Bretar hugsanlega tilbúnir með bóluefni gegn COVID-19 í september

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. apríl 2020 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teymi vísindamanna, sem er talið eitt það besta á sínu sviði í heiminum, byrjar á næstu dögum tilraunir á fólki með bóluefni gegn COVID-19. Ef allt gengur vel gæti bóluefnið verið tilbúið til notkunar í september.

Sky og The Times skýra frá þessu í dag. Haft er eftir Sarah Gilbert, prófessor í bólusetningarfræðum við Oxford háskólann, að ef allt gengur að óskum geti bóluefnið verið tilbúið í september. Gilbert er í forsvari fyrir teymið. Hún sagðist vera „80% örugg um“ að bóluefnið virki og að tilraunir með það hefjist á fólki á næstu tveimur vikum.

„Þetta er ekki bara tilfinning og með hverri vikunni sem líður höfum við fleiri gögn til að vinna úr.“

Sagði hún í samtali við The Times.

Þegar hún var spurð beint hvort bóluefni gæti verið tilbúið í september svaraði hún að það væri sú tímasetning sem unnið væri út frá.

„Ef allt gengur að óskum.“

Bætti hún við og lagði áherslu á að engin trygging sé fyrir að verkefnið gangi upp.

Tilraunir með bóluefnið velta á því að þar sem tilraunirnar fari fram sé frekar mikið smit meðal almennings og að smit eigi sér stað á ákveðnum hraða. Þetta er nauðsynlegt til að hægt sé að afla nægilegra gagna frá sjúklingum til að vinna úr og komast að hvort bóluefnið virkar. Það gerir vísindamönnunum erfitt fyrir að mörgum samfélögum hefur verið lokað að stórum hluta til að draga úr útbreiðslu veirunnar.

Gilbert hefur árum saman unnið að rannsóknum á bóluefnum gegn veirum sem eru í kórónufjölskyldunni eins og COVID-19. Hún og samstarfsfólk hennar hafa nú þegar prófað bóluefnið á músum en nú er komið að næsta skrefi, tilraunum á fólki. Breska ríkisstjórnin hefur veitt miklu fé til verkefnis teymisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“