Sólarhringinn á undan létust 1.280 manns. Aukningin á milli sólarhringa nemur því 54 prósentum. CNN segir að mörg þessara dauðsfalla hafa verið í New York. Í gærkvöldi tilkynntu yfirvöld í New York að 731 hefði látist af völdum veirunnar síðasta sólarhring. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, sagði þá að þetta væri mesti fjöldi dauðsfalla, af völdum veirunnar, sem skráð hefðu verið á einum degi. Hann benti um leið á að dánartalan væri síðbúin vísbending um útbreiðslu veirunnar og sagði að ástandið væri ekki svo slæmt hvað varðar fjölda innlagna á sjúkrahús. Yfirvöld í ríkinu telja að smitkúrvan sé að ná jafnvægi og hækki hægar en áður vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í ríkinu.
Um 400.000 manns hafa greinst með COVID-19 í Bandaríkjunum. Um 22.000 hafa náð sér. Yfirvöld reikna þó með að tala smitaðra sé mun hærri.