fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Rannsökuðu sýni úr öllu starfsfólki einnar deildar á sjúkrahúsi – Niðurstaðan vekur mikla athygli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 07:22

Mynd: Landspítalinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einni deild háskólasjúkrahússins í Linköping í Svíþjóð voru sýni tekin úr öllum starfsmönnum til að rannsaka útbreiðslu COVID-19. Engu skipti hvort fólk hafði sýnt einkenni sjúkdómsins eða ekki, allir tóku þátt. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi komið mjög á óvart.

Samkvæmt frétt Sænska ríkisútvarpsins þá reyndist helmingur 50 starfsmanna deildarinnar vera smitaður.

Fimm til tíu þeirra höfðu engin eða lítil einkenni sjúkdómsins þegar sýnin voru tekin. Venjulega hefðu sýni ekki verið tekin úr þeim að sögn Britt Åkerlind smitsjúkdómalæknis.

„Við vitum að sjúkdómurinn hefur mörg birtingaform og sumir fá næstum engin einkenni, annað en kannski smá höfuðverk og stíflaðar nasir.“

Sagði hún í samtali við Sænska ríkisútvarpið.

Sýni hafa verið tekin úr 54.700 Svíum og 7.693 smit hafa verið staðfest. Tæplega 600 hafa látist til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur