fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Singapore fær herstöðvar í Ástralíu – Eru 10 sinnum stærri en Singapore

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 20:15

Frá Melbourne í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Her hins litla ríkis Singapore hefur nær allt það sem her þarf að hafa. Mikið af peningum, nútímaleg vopn, hátæknibúnað af ýmsu tagi, vel þjálfaða hermenn, herskyldu og velþjálfað varalið sem er hægt að virkja með skömmum fyrirvara. En það eina sem hann skortir er pláss. Herþota er varla farin á loft þegar hún er komin út úr lofthelgi landsins.

Singapore hefur því þörf fyrir meira pláss fyrir herinn svo hann geti sinnt æfingum eins og skyldi. Herinn er með margar herstöðvar og æfingaaðstöður meðfram ströndum landsins en það dugir ekki til. En nú hefur verið ráðin bót á þessu því Singapore hefur samið við áströlsk yfirvöld um 25 ára samstarfssamning á sviði hermála. Singapor fær nú aðgang að svæðum, fyrir herinn, í Queensland en þessi svæði eru 10 sinnum stærri en Singapore.

Á þessum svæðum verða reist fullkomin æfingasvæði þar sem landherinn og flugherinn geta stundað æfingar. Einnig verður æft með ástralska hernum.

Samningurinn byggir á gildandi samningi frá 2016. Þegar búið verður að koma upp viðeigandi aðstöðu getur her Singapore stundað æfingar í Ástralíu í 18 vikur á ári og mega allt að 14.000 hermenn taka þátt í þeim. Samkvæmt gamla samningnum máttu æfingarnar ná yfir 6 vikur á ári og máttu allt að 6.000 hermenn taka þátt í þeim.

Singapore hefur einnig aðgang að nokkrum áströlskum herstöðvum og flugvöllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði