fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Segir Boris Johnson „alvarlega veikan“ og þurfi líklega að vera í öndunarvél

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 05:54

Boris Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var fluttur á gjörgæsludeild St. Thomas sjúkrahússins í Lundúnum í gær. Tólf dagar eru síðan hann greindist með COVID-19. Prófessor við University College London segir að Johnson sé „alvarlega veikur“ og þurfi líklega að vera í öndunarvél.

Í tilkynningu frá embætti forsætisráðherra í gær sagði að Johnson hafi þjáðst af „viðvarandi“ einkennum COVID-19. Hann átti erfitt með andardrátt í gær og þurfti að fá súrefni.

Sky hefur eftir Derek Hill, prófessor við University College London, að Johnson fái hugsanlega aðstoð við öndun þar sem blöndu af lofti og súrefni sé jafnt og þétt dælt inn í munn hans. Hann sagði jafnframt að ástand margra COVID-19 sjúklinga versni og þeir þurfi að fara í öndunarvél en þá er ástand þeirra orðið svo alvarlegt að þeir eiga erfitt með andardrátt eða eru jafnvel ófærir um að anda sjálfir.

Ef sjúklingar eru settir í önundarvél þá sér vélin um að anda fyrir þá að öllu leyti eða að hluta. Ef svo er komið er sjúklingunum venjulega haldið sofandi.

„Eitt af því sem einkennir COVID-19 í öllum löndum er að það virðast miklu fleiri karlar veikjast alvarlega en konur, sérstaklega í aldurshópum yfir fertugu. Við vitum einnig að fólk, yngra en sextugt, virðist frekar ná sér eftir alvarleg veikindi af völdum COVID-19 en þeir sem eldri eru.“

Sagði Hill og bætti við:

„En það er enginn vafi á því að þetta þýðir að Boris Johnson er alvarlega veikur.“

Hann sagði að það þurfi sérhæft starfsfólk til að annast sjúklinga á gjörgæsludeild og reynslan frá New York sýni að það að finna nægilega margt starfsfólk til þess sé erfitt verkefni.

Sky segir að Johnson hafi verið með meðvitund þegar hann var fluttur á gjörgæsludeild.

Nýjustu tölur frá Bretlandi sýna að dánartíðni þeirra sem eru lagðir inn á gjörgæsludeildir, vegna COVID-19, er rúmlega 50%.

„Ég get sagt ykkur að NHS (breska heilbrigðiskerfið, innskot blaðamanns), sérstaklega þessa stundina, tekur ekki gjörgæslurými undir fólk sem þarf að líta eftir – þetta virkar ekki þannig, ekki einu sinni fyrir forsætisráðherra. Hann væri ekki á gjörgæsludeild nema hann þurfi á gjörgæslumeðferð að halda. Ég tel að það sé kominn tími til að fjölmiðlafulltrúar forsætisráðuneytisins skýri okkur frá hvernig ástand hans er.“

Hefur Sky eftir Simon Clark, örverufræðingi og doktor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans