Það verður þó aðeins til bráðabirgða að sögn Mark Levine formanns heilbrigðismálanefndar borgarinnar. Hann tjáði sig um málið á Twitter og sagði að fljótlega hefjist „bráðabirgða“ jarðsetningar í borginni.
„Þær munu væntanlega fara fram í almenningsgarði í New York (já, þú last þetta rétt). Það verða teknar grafir fyrir tíu kistur í röð. Þetta verður gert á virðulegan hátt og er til skamms tíma. En það verður erfitt fyrir borgarbúa að sætta sig við þetta.“
Skrifaði hann. Síðar skýrði hann mál sitt frekar og sagði að um neyðarráðstöfun verði að ræða ef dauðsföllum fer ekki að fækka.
CNN hefur eftir Bill de Blasio, borgarstjóra í New York, að þetta sé ekki rétt hjá Levine og að almenningsgarðar verði aldrei notaðir til jarðsetninga. Engar áætlanir séu uppi um það og orðrómur um það sé algjör lygi. Hann sagði að verið væri að skoða að nota Hart Island í Bronx sem tímabundinn kirkjugarð ef þörf krefur.
CNN náði ekki sambandi við Levine til að fá frekari skýringar hjá honum á orðum hans.