fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

COVID-19 – „Ekki vanmeta hversu ógeðfellt þetta verður“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 05:50

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að biðja ykkur um að takast á við eitt andlát, síðan annað og síðan annað.“ Þetta er það sem sagt er við liðsmenn í sérstöku teymi í Lundúnum  sem hefur það eina hlutverk að fara inn á heimili og sækja lík fólks sem hefur látist af völdum COVID-19. Liðsmenn teymisins hafa verið varaðir við því að „vanmeta ekki hversu ógeðfellt verkefnið verður“.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að í teyminu, sem er síðan skipt niður í átta minni teymi, séu lögreglumenn, slökkviliðsmenn og heilbrigðisstarfsmenn. Teymið á að létta álagi af sjúkrahúsum og sjúkrabílaþjónustu borgarinnar á meðan COVID-19 faraldurinn geisar.

Teymin munu fara inn á heimili, dvalarheimili og líknardeildir til að staðfesta andlát og ganga úr skugga um hverjir hinir látnu eru. Einnig munu þau veita aðstandendum stuðning áður en líkin verða flutt í líkhús. Teymin hófu störf í síðustu viku en búist er við að um þriðjungur fórnarlamba COVID-19 faraldursins muni látast utan sjúkrahúsa.

Wayne Matthews, yfirlögregluþjónn hjá Lundúnalögreglunni, sagði meðlimum teymanna að „vanmeta ekki hversu ógeðfellt verkefnið verður“.

„Þetta er verkefni sem tekur mikið á tilfinningar. Við erum að biðja ykkur um að takast á við eitt andlát, síðan annað og síðan annað. Það er svo augljóst að það þarf að búa yfir miklum andlegum og líkamlegum styrk til að geta gert þetta og af þeim sökum báðum við um sjálfboðaliða, fólk sem telur sig reiðubúið til að gera þetta.“

Eftir hvert verkefni geta teymin fengið smá hlé til að takast á við það andlega álag sem verkefnin valda þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift