fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Austurríki og Danmörk byrja að létta takmörkunum vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 09:02

Hróarskelduhátíðinni hefur verið aflýst í ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Austurríki og Danmörku byrja á næstunni að létta takmörkunum, sem settar hafa verið, vegna COVID-19 faraldursins. Í báðum löndum telja yfirvöld sig hafa náð stjórn á faraldrinum og því sé hægt að byrja að létta takmörkununum hægt og rólega.

Í Austurríki er stefnt á að byrja að opna samfélagið á nýjan leik í næstu viku. Sebastina Kurz, kanslari, tilkynnti þetta í gær. Þá verður heimilt að opna litlar verslanir, gróðrarstöðvar og byggingavöruverslanir á nýjan leik. Heimildin nær til verslana sem eru undir 400 fermetrum. Auk þess verða þær að uppfylla strangar kröfur um hreinlæti. Starfsfólk og viðskiptavinir verða að nota munnbindi.

Aðrar takmarkanir munu áfram vera við lýði og lagði kanslarinn mikla áherslu á að fólk virði þær því opnun samfélagsins sé háð því að það takist áfram að hafa stjórn á faraldrinum. Stefnt er að því að nýsmit verði ekki fleiri en 100 á dag en um helgina voru þau 150 á dag. 206 hafa látist af völdum veirunnar í landinu.

Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti í gærkvöldi að frá og með 15. apríl verði byrjað að opna danskt samfélag á nýjan leik ef ekkert óvænt kemur upp á og fólk heldur áfram að fylgja þeim reglum sem hafa verið settar um fjölda þeirra sem mega safnast saman, hreinlæti og ýmislegt annað.

Fyrsta skrefið verður að daggæsla verður opnuð á nýjan leik og grunnskólar geta hafist á nýjan leik fyrir 0. til 5. bekk. Reynt verður að hafa börnin eins mikið úti við og aðstæður leyfa og strangar kröfur verða gerðar um þrif á skólahúsnæði.

Fredriksen tilkynnti einnig að opinberir starfsmenn, sem vinna heima núna, eigi að halda því áfram til 10. maí hið minnsta. Það sama á við um einkafyrirtæki þar sem hægt er að koma heimavinnu við. Verslunarmiðstöðvar, hárgreiðslustofur og samkomu- og veitingahús verða áfram lokuð. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að banna allar fjöldasamkomur út ágúst. Þetta þýðir til dæmis að hin víðfræga Hróarskelduhátíð fellur niður í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann