fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Undarlegar nafngiftir á tímum COVID-19 – Tvíburar fengu nöfnin Corona og Covid

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 20:10

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn hætta auðvitað ekki að fæðast þótt heimsfaraldur COVID-19 gangi nú yfir heimsbyggðina. Nýlega fæddust tvíburar, drengur og stúlka, í Chhattisgarh á Indlandi. Foreldrar þeirra ákváðu að þau skyldu fá nöfnin Corona og Covid en þetta verður nú að teljast ansi undarleg nafngift því erfitt er að tengja eitthvað jákvætt við þessi nöfn.

Tvíburarnir fæddust þann 27. mars en þá hafði útgöngubann verið sett á á Indlandi. Foreldrarnir heita Preeti og Vinay Verma. Sky skýrir frá þessu.

Móðirin sagði í samtali við Press Trust of India að COVID-19 faraldurinn væri „hættulegur og ógni lífi fólks“ en hafi þó haft þau jákvæðu áhrif að fólk sé meðvitaðra um sótthreinsun, hreinlæti og aðrar góðar venjur.

„Þegar starfsfólkið fór að kalla börnin Corona og Covid ákváðum við endanlega að nefna þau eftir faraldrinum.“

Sagði hún og bætti við að nöfnin myndu minna þau á erfiðleikana sem þau glímdu við á tímum faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin