fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Hún sagði tvö orð í apótekinu – Það varð henni til bjargar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 05:59

Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var karlmaður handtekinn í apóteki í Nancy í Frakklandi. Skömmu áður hafði eiginkona hans gengið inn í apótekið og sagt tvö orð sem á íslensku útleggjast: „Gríma 19.“ Það varð henni til bjargar.

COVID-19 faraldurinn hefur margvísleg áhrif um allan heim og ein þeirra er að margir eru nánast innilokaðir með mökum sínum öllum stundum. Þetta kemur sér auðvitað sérstaklega illa fyrir þá sem búa með maka sem beitir þá ofbeldi. Af þessum sökum hafa frönsk yfirvöld, að spænskri fyrirmynd, hvatt fórnarlömb heimilisofbeldis til að nota leyniorðin „Gríma 19“ í apótekum. Ef starfsfólk apóteka heyrir þessi orð á það, án þess að vekja athygli, að hafa samband við lögreglu og tilkynna um manneskju sem sé í mikilli hættu.

Samkvæmt frétt CNN var konan í Nancy fyrsti Frakkinn sem notaði leyniorðin tvö.

Margar rannsóknir hafa sýnt að atburðir, sem valda miklu álagi á fólk, geti valdið auknu heimilisofbeldi. Þetta hefur til dæmis sýnt sig við náttúruhamfarir, í fjármálakreppunni 2008 og þegar úrslitakeppnir í knattspyrnu fara fram.

Í kjölfar þess að Frakklandi var nær algjörlega lokað þann 17. mars hefur tilkynningum til lögreglu um heimilisofbeldi fjölgað mikið. Samkvæmt frétt Le Parisien er aukningin 36 prósent.

Franska ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða fyrir 200.000 gistinætur á hótelum fyrir fórnarlömb heimilisofbeldi. Auk þess hafa hjálparmiðstöðvar verið opnaðar í 20 stórmörkuðum víða um landið þar sem fórnarlömb heimilisofbeldis geta leitað aðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift