Önnur talan snýr að hversu margir munu hugsanlega láta lífið af völdum faraldursins. Í vikunni sögðu heilbrigðisyfirvöld að allt að 240.000 manns geti látist af völdum veirunnar skæðu. Að vonum er þetta tala sem hræðir marga ekki síst í ljósi þess að hún miðast við að harðar aðgerðir, til að reyna að halda aftur af útbreiðslu veirunnar, haldi áfram.
Hin talan sem um er að ræða er spá seðlabankans um atvinnuleysi í kjölfar faraldursins. Samkvæmt henni munu 47 milljónir landsmanna hugsanlega missa vinnuna um skamman eða langan tíma vegna faraldursins.
Til að setja tölurnar í betra samhengi má geta þess að um 330 milljónir búa í Bandaríkjunum. Árlega látast um 2,8 milljónir af völdum hjartasjúkdóma og krabbameins. 55.000 létust af völdum inflúensu 2017.