Í vikunni sendi drottningin ósk til þjóðarinnar um að fólk sleppi því að senda henni blóm í tilefni af afmælinu.
„Í ár hvetur drottningin til þess að í stað þess að henni verði send blóm sendi fólk blóm til eldra fólks sem á sérstaklega erfitt þessa dagana.“
Auk þess að afþakka blómasendingar hefur drottningin ákveðið að heillaóskabækur liggi ekki frammi eins og venja er við stórafmæli eins og þetta. Þess í stað verður opnað fyrir heillaóskir á heimasíðu konungshallarinnar.