fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Kynjaskipting, kennitölur og hundar – Svona takast nokkur lönd á við COVID-19 faraldurinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða um heim berjast yfirvöld nú við að hefta útbreiðslu COVID-19 kórónuveirunnar. Ýmsum aðferðum er beitt og eflaust eru þær misgóðar enda eru yfirvöld ekki vön að takast á við faraldur af þessari stærðargráðu.

Í Panama hefur verið gripið til þess ráðs að leyfa konum að fara út úr húsi í tvær klukkustundir á mismunandi dögum. Karlar mega fara í stórmarkaði og apótek á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Konurnar mega fara út á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Enginn má fara út á sunnudögum. Þessar reglur munu gilda næstu 15 daga hið minnsta.

Í Austurríki er skylda að vera með munnbindi þegar farið er í verslanir. Fólk fær bindin við innganga í verslanir og verksmiðjur í landinu framleiða munnbindi í milljónatali þessa dagana. Í Slóvakíu, Tékklandi og Bosníu hefur einnig verið gripið til þess ráðs að skylda fólk til að nota munnbindi.

Í Serbíu ákváðu yfirvöld að hundaeigendur mættu bara viðra hunda sínum á milli klukkan 20 og 21. Nú hefur verið fallið frá þessu því margir hundaeigendur fóru ekki eftir þessu. Því er nú fjöldi hundaeigenda sem vita ekki nú hvernig þeir eiga að viðra hunda sína. Í Serbíu er algjört útgöngubann í gildi fyrir fólk eldra en 65 ára.

Svíar eru líklegast með mildustu aðgerðirnar af Norðurlöndunum en þar er miðað við að ekki megi fleiri en 50 koma saman. Skólar eru enn opnir sem og veitingastaðir og barir.

Á ákveðnum svæðum í Kólumbíu er það síðasta talan í kennitölu fólks sem segir til um hvenær það má vera á ferðinni. Í borginni Barrancabermeja mega íbúar með kennitölu sem endar á 0, 4 eða 7 til dæmis vera úti á mánudögum en þeir sem eru með 1, 5 eða 8 mega vera úti á þriðjudögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi