fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Taílendingar sárhneykslaðir á konungi sínum – Flúði COVID-19 til Þýskalands með 20 frillum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 07:15

Maha Vajiralongkorn konungur Taílands. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maha Vajiralongkorn, hinn 67 ára konungur Taílands, á á brattann að sækja hvað varðar almenningsálitið í heimalandinu þessa dagana. Ástæðan er að hann ákvað að flýja COVID-19 faraldurinn og fara til Þýskalands. Þar hefur hann leigt öll herbergin á lúxushótelinu Grand Hotel Sonnenbichl.

Bild er meðal þeirra þýsku fjölmiðla sem skýra frá þessu. Fram kemur að konungurinn hafi tekið 20 frillur sínar með til Þýskalands ásamt miklum fjölda þjónustufólks.

Hótelið, sem er í Garmisch-Partenkirchen í Bæjaralandi, er ekki af verri endanum enda lúxushótel sem býður upp á útsýni yfir Alpana. Það átti eiginlega að vera lokað vegna COVID-19 faraldursins en sérstök heimild fékkst til að hýsa konunginn þar.

Það þarf ekki að koma á óvart að konungurinn velji Þýskalands því það er það land sem hann fer oftast í frí til og hann á sjálfur sumardvalarstað ekki langt frá hótelinu.

Taílendingar hafa ekki tekið þessum fréttum vel. Á Twitter er eitt vinsælasta myllumerkið nú „#Hvað höfum við yfirleitt með konung að gera?“ í lauslegri íslenskri þýðingu. Undir þessu myllumerki hafa landsmenn lýst reiði sinni og hneykslun. Myllumerkið hefur nú verið notað rúmlega 1,2 milljón sinnum. Það er einmitt mjög athyglisvert því Taílendingar hafa löngum verið þekktir fyrir að sýna konungi sínum mikla virðingu og allt að 15 ára fangelsi liggur við því að gagnrýna konunginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár