Þetta kemur fram í nýjasta uppgjöri Johns Hopkins háskólans. Í heildina hafa rúmlega 213.000 Bandaríkjamenn greinst með smit. 8.000 hafa náð bata.
Bandaríkin eru nú í þriðja sætinu yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins. Á Spáni hafa rúmlega 9.000 látist og á Ítalíu rúmlega 13.000.
Þetta var annan daginn í röð sem veiran varð fleiri en 800 að bana í Bandaríkjunum. Ástandið er verst í New York ríki þar sem New York borg er. Þar búa 8,6 milljónir manna og hafa 1.000 látist af völdum veirunnar til þessa.