fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Rúmlega 5.000 hafa látist í Bandaríkjunum af völdum COVID-19 – 884 létust á síðasta sólarhring

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 04:19

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta sólarhring létust 884 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Þetta er mesti fjöldi dauðsfalla á einum sólarhring af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Heildarfjöldi látinna af völdum veirunnar er því kominn yfir 5.000 í landinu.

Þetta kemur fram í nýjasta uppgjöri Johns Hopkins háskólans. Í heildina hafa rúmlega 213.000 Bandaríkjamenn greinst með smit. 8.000 hafa náð bata.

Bandaríkin eru nú í þriðja sætinu yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins. Á Spáni hafa rúmlega 9.000 látist og á Ítalíu rúmlega 13.000.

Þetta var annan daginn í röð sem veiran varð fleiri en 800 að bana í Bandaríkjunum. Ástandið er verst í New York ríki þar sem New York borg er. Þar búa 8,6 milljónir manna og hafa 1.000 látist af völdum veirunnar til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi