En Vilhjálmur prins, eldri bróðir Harry, ætlar ekki að taka því rólega á næstunni því samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla ætlar hann að hefja störf á nýjan leik sem þyrluflugmaður hjá bresku sjúkraflutningaþjónustunni til að leggja sitt af mörkum meðan breska þjóðin glímir við faraldurinn.
Bræðurnir, sem eru synir Karls ríkisarfa, og Díönu prinsessu, voru alltaf mjög nánir en á síðustu árum virðast brestir hafa komið í samband þeirra. Í viðtali við ITV sjónvarpsstöðina síðasta haust lýsti Harry þessu sem svo að þeir „hefðu hvor um sig fundið sína leið í lífinu“.
Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um meint ósætti þeirra bræðra sem segjast sjálfir enn vera miklir vinir og að samband þeirra sé mjög náið.