fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ólíkt hafast bræðurnir að – Annar hættir opinberum störfum en hinn tekur þátt í baráttunni gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 11:02

Vilhjálmur og Harry þegar allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var síðasti vinnudagur Harry prins og eiginkonu hans, Meghan, hjá bresku konungshirðinni. Þau eru nú flutt til Kaliforníu með soninn Archie og bera ekki lengur konunglega titla. Í kveðju, sem þau sendu 11 milljónum fylgjenda sinna á Instagram, sögðust þau ætla að taka því rólega um hríð en muni reyna að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn COVID-19.

En Vilhjálmur prins, eldri bróðir Harry, ætlar ekki að taka því rólega á næstunni því samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla ætlar hann að hefja störf á nýjan leik sem þyrluflugmaður hjá bresku sjúkraflutningaþjónustunni til að leggja sitt af mörkum meðan breska þjóðin glímir við faraldurinn.

Bræðurnir, sem eru synir Karls ríkisarfa, og Díönu prinsessu, voru alltaf mjög nánir en á síðustu árum virðast brestir hafa komið í samband þeirra. Í viðtali við ITV sjónvarpsstöðina síðasta haust lýsti Harry þessu sem svo að þeir „hefðu hvor um sig fundið sína leið í lífinu“.

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um meint ósætti þeirra bræðra sem segjast sjálfir enn vera miklir vinir og að samband þeirra sé mjög náið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár