Talsmenn fyrirtækisins tilkynntu þetta á mánudaginn. Öndunarvélarnar verða framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Ypsilanti í Michigan. 500 bílasmiðir hafa boðist til að vinna að framleiðslunni.
Öndunarvélarnar eru nú framleiddar af Airon Corp í Flórída en Ford hefur átt í samstarfi við fyrirtækið um að bæta vélarnar. Airon framleiðir aðeins þrjár vélar á dag í verksmiðju sinni en Ford mun geta framleitt 7.200 vélar á viku.