Trump gaf þá til kynna að Alcindor vissi lítið um Suður-Kóreu og hældi sjálfum sér:
„Ég veit meira um Suður-Kóreu en nokkur annar.“
Sagði hann og bætti við:
„Þetta er mjög þétt – veistu hversu margir búa í Seoul? Veistu hversu stór borg Seoul er? 38 milljónir manna. Það er stærra en nokkur borg hér.“
En þarna fór Trump með rangt mál, ekki í fyrsta sinn, því samkvæmt opinberum tölum búa rétt rúmlega 10 milljónir í Seoul.
Á Stór-Seoul svæðinu búa um 25 milljónir manna en í heildina eru íbúar í Suður-Kóreu um 51 milljón.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump verður á hvað varðar landafræði. Hann sagði eitt sinn að Belgía væri „falleg borg“ en eins og allir vita er Belgía heilt land. Honum hefur einnig tekist að rugla Eystrasaltsríkjunum þremur við Balkanskagaríkin. Hann sakaði Eistland, Lettland og Litáen um að hafa komið stríðinu af stað sem varð til þess að Júgóslavía leystist upp.