fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Þetta er ástæðan fyrir að dánartíðni af völdum COVID-19 er mjög lág í Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heimsvísu látast að meðaltali um 5 prósent þeirra sem greinast smitaðir af COVID-19 en í Þýskalandi er staðan allt önnur. Þar er dánarhlutfallið nú tæplega hálft prósent. Ástæðan fyrir þessu er að sögn að Þjóðverjar hafa allt frá upphafi tekið mikið af sýnum úr fólki og því getað staðfest smit snemma.

Rétt rúmlega helmingur þeirra sem greindir hafa verið smit eru með hósta, um 40 prósent með hita. Með þessu móti hafa Þjóðverjar getað brugðist hratt við og veitt fólki viðeigandi meðferð og sett það í sóttkví. En það hefur einnig áhrif á tölfræðina að þeim mun fleiri sem eru rannsakaðir þeim mun lægri er dánartíðnin hlutfallslega.

Christian Drosten, yfirmaður smitsjúkdómadeildar Charité, sagði nýlega í samtali við dagblaðið Die Zeit að Þjóðverjar hafi einnig líklega byrjað fyrr að taka sýni úr fólki en aðrar þjóðir:

„Við uppgötvuðum faraldurinn mjög snemma í Þýskalandi. Við byrjuðum tveimur til þremur vikum fyrr en mörg nágrannaríki. Þetta tókst því við tökum svo mörg sýni. Okkur hafa örugglega yfirsést einhver smit en þannig er það alltaf. En ég held að okkur hafi ekki yfirsést stór faraldur. Fjöldi smita stígur eins og vænst var og það staðfestir þessa kenningu.“

Hann sagði að dánarhlutfallið muni hækka á næstunni því sífellt fleiri smitist og veikist og sumir þeirra, sem nú eru veikir, muni deyja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“