fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Danska ríkisstjórnin fær auknar heimildir frá þinginu – Getur nú bannað fleiri en tveimur að vera saman

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 07:45

Danska þinghúsið í Kristjánsborgarhöll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska þingið samþykkti í gærkvöldi lög, sem voru lögð fram í miklum flýti, sem heimila ríkisstjórninni að banna fleiri en tveimur að vera saman ef þörf þykir á vegna COVID-19 faraldursins. Mikill stuðningur var við frumvarpið, þvert á flokka, en 96 greiddu því atkvæði enginn greiddi atkvæði gegn því. Allir viðstaddir þingmenn samþykktu því frumvarpið.

Áður voru mörkin sett við 10 manns en nú getur ríkisstjórnin sem sagt þrengt heimildina enn frekar. En það er ekki þar með sagt að það verði gert strax eða að heimildin verði nýtt, það verður aðeins gert ef aðstæður krefja. Núverandi bann nær til þess þegar fólk safnast saman á opinberum vettvangi en ekki til heimahúsa. Það sama á við um nýju heimildina. Hún nær heldur ekki til náinna ættingja.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra, sagði á mánudaginn að hugsanlega verði hægt að byrja að losa um hömlur og opna landið hægt og rólega á nýjan leik ef staðan varðandi útbreiðslu COVID-19 er góð eftir páska. Þetta þýðir að landsmenn verða áfram að fylgja þeim reglum sem settar hafa verið og forðast fjölmennar samkomur sem auka smithættuna.

Eins og staðan er nú er ekki ástæða til að herða reglurnar um þann fjölda sem má safnast saman segir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, í svari til heilbrigðis- og öldrunarnefndar þingsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?