Áður voru mörkin sett við 10 manns en nú getur ríkisstjórnin sem sagt þrengt heimildina enn frekar. En það er ekki þar með sagt að það verði gert strax eða að heimildin verði nýtt, það verður aðeins gert ef aðstæður krefja. Núverandi bann nær til þess þegar fólk safnast saman á opinberum vettvangi en ekki til heimahúsa. Það sama á við um nýju heimildina. Hún nær heldur ekki til náinna ættingja.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra, sagði á mánudaginn að hugsanlega verði hægt að byrja að losa um hömlur og opna landið hægt og rólega á nýjan leik ef staðan varðandi útbreiðslu COVID-19 er góð eftir páska. Þetta þýðir að landsmenn verða áfram að fylgja þeim reglum sem settar hafa verið og forðast fjölmennar samkomur sem auka smithættuna.
Eins og staðan er nú er ekki ástæða til að herða reglurnar um þann fjölda sem má safnast saman segir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, í svari til heilbrigðis- og öldrunarnefndar þingsins.