Anders Tegnell, hjá Folkhälsomyndigheten (Landlæknisembætti þeirra Svía), sagði að ef horft er á þróunina síðasta mánuðinn í Svíþjóð sé kúrvan frekar flöt en nú stígi hún mjög hratt. Hann sagði að nú væri enn meira ástæða en áður til að fylgja fyrirmælum og ráðleggingum yfirvalda. Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.
Nú hafa 4.947 greinst með COVID-19 í Svíþjóð. Þar af hafa 393 verið eða liggja nú á gjörgæsludeildum.