Danska ríkisútvarpið skýrði frá þessu. Fram kemur að tölurnar séu frá 29. mars og nái aðeins yfir staðfest smit. Á sama tíma var staðfest að 1.214 manns í Kaupmannahöfn séu smitaðir af veirunni.
Talsmaður Region Hovedstaden, sem fer með yfirstjórn heilbrigðismála í borginni, sagði að staðan sé ekki alvarleg sem stendur og sé eins og áætlanir gerðu ráð fyrir en grannt sé fylgst með þróun mála. Hann sagði að ekki væri skortur á starfsfólki á sjúkrahúsunum og verið sé að þjálfa nýtt starfsfólk til starfa á gjörgæsludeildum þegar faraldurinn nær hámarki.