Talið er að svindlið hafi staðið yfir í um þrjú ár og að hver og einn hafi skrifað mörg hundruð aukaklukkustundir á vinnuskýrslur sínar án þess að hafa unnið þessa tíma. Nokkrir lögregluþjónanna eru einnig grunaðir um að hafa tekið bensín á einkabíla sína á kostnað lögreglunnar.
Robert Abela, forsætisráðherra, sagðist fagna handtökunum og þeirri staðreynd að lögreglan líti einnig í eiginn barm.