Á laugardaginn hittust embættismenn frá norðurhluta Kýpur (tyrkneska hlutanum) og tyrkneskra stjórnvalda til að ræða hvort ekki sé hægt að opna Varosha aftur. Varosha var áður fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á eyjunni og fræga og ríka fólkið flykktist þangað til að sleikja sólina. En þegar Tyrkir réðust inn á Kýpur flúðu bæjarbúarnir 39.000 og síðan hefur bærinn verið sannkallaður draugabær. Hann hefur verið afgirtur og enginn hefur mátt koma þar nema tyrkneskir hermenn.
Fuat Oktay, forsætisráðherra Tyrklands, telur að sögulegt tækifæri felist í að endurlífga bæinn og það geti styrkt efnahagslífið.