fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Pressan

Hyggjast endurreisa draugabæ á þekktum sumarleyfisstað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 22:00

Varosha. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugir yfirgefinna hótela, langar hvítar sandstrendur og gaddavírsgirðingar sem loka fyrir allt aðgengi að paradísinni. Þannig hefur ástandið verið í kýpverska bænum Varosha í 46 ár eða allt frá því að Tyrkir réðust inn á Kýpur og hertóku helming eyjunnar en hún var undir grískum yfirráðum áður. En nú stefnir í að opnað verði fyrir aðgang fólks að Varosha á nýjan leik.

Á laugardaginn hittust embættismenn frá norðurhluta Kýpur (tyrkneska hlutanum) og tyrkneskra stjórnvalda til að ræða hvort ekki sé hægt að opna Varosha aftur. Varosha var áður fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á eyjunni og fræga og ríka fólkið flykktist þangað til að sleikja sólina. En þegar Tyrkir réðust inn á Kýpur flúðu bæjarbúarnir 39.000 og síðan hefur bærinn verið sannkallaður draugabær. Hann hefur verið afgirtur og enginn hefur mátt koma þar nema tyrkneskir hermenn.

Fuat Oktay, forsætisráðherra Tyrklands, telur að sögulegt tækifæri felist í að endurlífga bæinn og það geti styrkt efnahagslífið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi
Pressan
Fyrir 1 viku

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 1 viku

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“
Pressan
Fyrir 1 viku

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 1 viku

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir