Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni. „Rannsókninni á upptökum brunans er ekki lokið, en allt bendir til þess að galli í skóþurrkara sem staðsettur var í þvottahúsinu á fyrstu hæð, hafi orsakað brunann.“
Rannsóknaraðilar munu rannsaka skóþurrkarann nánar og einnig munu þeir rannsaka nýja skóþurrkara af sömu tegund til að komast að því hvort um framleiðslugalla hafi verið að ræða. Lögreglan vill ekki veita meiri upplýsingar um skóþurrkarann að svo komnu máli.
Móðir og þrjár dætur hennar létust í brunanum. Eftirlifandi eru eiginmaður konunnar og synir þeirra tveir. Fölskyldan er kúrdísk og hafði flúið frá Sýrlandi. Mæðgurnar voru bornar til grafar í Bergen í síðustu viku.