fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Pressan

Hvar er Ragnar? Danska lögreglan leitar logandi ljósi að honum – Týndur síðan á annan dag jóla

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. janúar 2020 06:00

Ragnar Haug. Mynd:Danska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. desember klukkan 18.15 fór Ragnar Haug, 56 ára Norðmaður, frá heimili sínu í Brønshøj í Kaupmannahöfn. Eftir það hefur ekkert til hans spurst og leitar danska lögreglan nú logandi ljósi að honum. Málið hefur vakið mikla athygli og lögreglan óttast hið versta því morðdeild hennar hefur nú tekið við rannsókn málsins.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá á Ragnar sér enga sögu um þunglyndi né nokkuð annað sem ætti að valda því að hann hafi sjálfviljugur látið sig hverfa. Fjölskylda hans hefur enga hugmynd um hvar hann er eða af hverju hann er horfinn. Á föstudaginn skýrði lögreglan frá því að klukkan 07.30 að morgni 27. desember hafi vitni séð gráan fjórhjóladrifsbíl fyrir framan heimili Ragnars. Óskaði hún eftir upplýsingum frá almenningi um bílinn.

Fjölskylda Ragnars kom heim að tómu húsi á annan dag jóla. Lögreglan er með veski hans, farsíma og aðra persónulega muni en þeir voru í húsinu.

Fyrir nokkrum dögum girti lögreglan stórt svæði af í kringum Husum Station og leitaði þar með hundum. Einnig hefur verið leitað í nærliggjandi vötnum en án árangurs.

Ragnar er sagður 185 sm á hæð, grannur, gráhærður og tali dönsku með norskum hreim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt