Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá á Ragnar sér enga sögu um þunglyndi né nokkuð annað sem ætti að valda því að hann hafi sjálfviljugur látið sig hverfa. Fjölskylda hans hefur enga hugmynd um hvar hann er eða af hverju hann er horfinn. Á föstudaginn skýrði lögreglan frá því að klukkan 07.30 að morgni 27. desember hafi vitni séð gráan fjórhjóladrifsbíl fyrir framan heimili Ragnars. Óskaði hún eftir upplýsingum frá almenningi um bílinn.
Fjölskylda Ragnars kom heim að tómu húsi á annan dag jóla. Lögreglan er með veski hans, farsíma og aðra persónulega muni en þeir voru í húsinu.
Fyrir nokkrum dögum girti lögreglan stórt svæði af í kringum Husum Station og leitaði þar með hundum. Einnig hefur verið leitað í nærliggjandi vötnum en án árangurs.
Ragnar er sagður 185 sm á hæð, grannur, gráhærður og tali dönsku með norskum hreim.