fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

13 ára piltur látinn: Laminn af jafnöldrum sínum í skólanum – Hafði verið lagður í einelti

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 26. september 2019 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán ára piltur í Kaliforníu í Bandaríkjunum er látinn, viku eftir að hann varð fyrir fólskulegri líkamsárás í skólanum. Pilturinn, Diego að nafni, varð fyrir árás tveggja pilta í Landmark-gagnfræðaskólanum þann 16. september.

Skólafélagar piltanna tóku árásina upp á myndband en á því má sjá þegar Diego eru veitt tvö þung högg í höfuðið. Seinna höggið varð til þess að hann datt aftur fyrir sig skall með hnakkann í steypustólpa. Diego lést af sárum sínum í fyrrakvöld.

Tveir piltar, báðir þrettán ára, hafa verið handteknir vegna málsins og eru þeir í haldi í unglingafangelsi í Riverside-sýslu. Þeir mega eiga von á ákæru vegna árásarinnar sem leiddi til dauða piltsins.

Mikil reiði ríkir vegna málsins, ekki síst meðal foreldra vegna þess hversu illa skólinn hefur staðið sig í eineltismálum sem upp hafa komið. Diego hafði verið lagður í einelti, meðal annars á samfélagsmiðlum.

KTLA ræddi við Crystal Rodriguez, nema við skólann, sem sagði að slagsmál væru daglegt brauð í skólanum en skólinn gerði ekkert til að stemma stigu við ofbeldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“