Skólafélagar piltanna tóku árásina upp á myndband en á því má sjá þegar Diego eru veitt tvö þung högg í höfuðið. Seinna höggið varð til þess að hann datt aftur fyrir sig skall með hnakkann í steypustólpa. Diego lést af sárum sínum í fyrrakvöld.
Tveir piltar, báðir þrettán ára, hafa verið handteknir vegna málsins og eru þeir í haldi í unglingafangelsi í Riverside-sýslu. Þeir mega eiga von á ákæru vegna árásarinnar sem leiddi til dauða piltsins.
Mikil reiði ríkir vegna málsins, ekki síst meðal foreldra vegna þess hversu illa skólinn hefur staðið sig í eineltismálum sem upp hafa komið. Diego hafði verið lagður í einelti, meðal annars á samfélagsmiðlum.
KTLA ræddi við Crystal Rodriguez, nema við skólann, sem sagði að slagsmál væru daglegt brauð í skólanum en skólinn gerði ekkert til að stemma stigu við ofbeldinu.