Í umdeilda fréttaþættinum Fox & Friends var í dag kastað upp hugmyndinni að því að Bandaríkin myndu festa kaup á Íslandi. Þátturinn sem þykir ansi íhaldssamur er sýndur á sjónvarpsstöð Fox News á morgnana á hverjum virkum degi.
Talið barst að Íslandi eftir að þáttarstjórnendurnir töluðu um möguleg kaup Bandaríkjanna á Grænlandi, en málið hefur verið mikið í umræðunni seinustu daga vegna þess hve áhugasamur Donald Trump virðist vera um kaupin. Þátturinn Fox & Friends er einn uppáhaldsþáttur Trump
Brian Kilmeade, Einn þáttarstjórnenda sagði „Ef við getum fengið Grænland yrði allt svo miklu einfaldara.“
Steve Doocy annar umsjónarmaður þáttarins svaraði „Ég heyrði að Ísland væri næst.“ og gaf í skyn að ‚Ísland væri næst í röðinni, ef kaupinn á Grænlandi myndu fara fram.
Þriðji þáttarstjórnandinn Ainsley Earhardt, sagði svo klassískan frasa „Ísland er landið sem er grænt og Grænland er það sem er kalt.“
Kilmeade svaraði því „Alveg rétt, víkingar reyndu að rugla í þessu. Fín tilraun víkingar.“
Brian Kilmeade: „If we could just get Greenland, everything else will be easy.“
Steve Doocy: „I heard Iceland.“
Ainsley Earhardt: „Iceland’s the one that’s green, and Greenland’s the one that’s cold.“
Kilmeade: „Right. The vikings tried to screw us up. Nice try, vikings.“ pic.twitter.com/iMMsFYbvvy
— Bobby Lewis (@revrrlewis) August 22, 2019
Það verður að telja ansi ólíklegt að Donald Trump takist að kaupa Grænland og hvað þá Ísland, en hvorugt landið virðis vera til sölu.