Aldrei hafa eins margir skógareldar átt sér stað í Amazon-regnskóginum síðan að mælingar hófust. Í Brasilíu hafa verið meira en 70.000 skógareldar á árinu, það er meira en 80% aukning á milli ára.
Vísindamenn telja að eldarnir gætu verið svakalegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun en Amazon-skógarnir framleiða allt að 20% af súrefni jarðarinnar.
Í frétt BBC um málið kemur fram að Amazon sé stærsti regnskógur heims og að þar séu milljónir tegundir plantna og dýra, auk þess búa um það bil milljón manns í skóginum.
Geimrannsóknarstofa Brasilíu hefur séð um mælingar. Stofan heldur því fram að svæði á við einn og hálfan fótboltavöll brenni á mínútu hverri.
Umhverfisaktívistar í Brasilíu segja forseta landsins Jair Bolsonoro bera ábyrgð á skógareldunum, en hann hefur slakað talsvert á umhverfismálum landsins.
Umræða um málið hefur verið mikil á netinu, margir hafa deilt átakanlegum ljósmyndum af svæðinu á samfélagsmiðlum, meðal annars með myllumerkinu #ArmyHelpThePlanet.