fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Stærsta barnaníðsmál Ástralíu: „Þú ert versta martröð sérhvers barns“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. júní 2019 08:00

Ruecha Tokputza Martröð sérhvers barns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú ert versta martröð sérhvers barns. Þú ert það sem allir foreldrar hræðast. Þú ert ógn við samfélagið.“ Þetta sagði Liesl Chapman, dómari í Adelaide í Ástralíu nýlega, þegar hún dæmdi hinn 31 árs Ruecha Tokputza í 40 ára fangelsi fyrir gróft kynferðisofbeldi gegn 11 ungum drengjum. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í barnaníðsmáli í Ástralíu til þessa.

Tokputz var handtekinn í umfangsmikilli alþjóðlegri lögregluaðgerð á vegum alþjóðalögreglunnar Interpol en aðgerðin gekk undir heitinu Operation Blackwrist. Tokputz er aðeins toppurinn á ísjakanum í þessu umfangsmikla máli sem er stærsta barnaníðsmál sem komið hefur upp í heiminum. Aðeins nokkrir leiðtogar alþjóðlegs barnaníðshrings hafa verið handteknir og dæmdir í því en þeir notuðu hið svokallaða „djúpnet“ til að stunda iðju sína.

Aðalmaðurinn og stjórnandi heimasíðunnar, sem níðingarnir notuðu, var Montri Salangam. Hann var á síðasta ári dæmdur í 146 ára fangelsi í Taílandi fyrir að hafa nauðgað börnum, smygl á fólki og vörslu og dreifingu barnaníðsefnis. Ónafngreindur samverkamaður hans og vinur Tokputza var dæmdur í 36 ára fangelsi.

Interpol skýrði nýlega frá aðgerðinni á heimasíðu sinni en hún hófst í september 2017 þegar Interpol fann heimasíðu á „djúpnetinu“ en það er sá hluti netsins sem er ekki aðgengilegur almennum notendum. Á heimasíðunni sást þegar ungir drengir voru beittir kynferðislegu ofbeldi. Til að öðlast aðgang að heimasíðunni þurftu notendur að hafa sérstakan hugbúnað svo ekki væri hægt að rekja slóð þeirra. Interpol komst að því að 63.000 notendur voru skráðir á heimasíðunni og slóð þeirra var ekki hægt að rekja. Þá höfðu stjórnendur síðunnar hulið andlit drengjanna sem voru misnotaðir og því var ekki hægt að bera kennsl á þá. Á heimasíðunni sást maður með svart armband en þaðan kemur nafngift lögregluaðgerðarinnar, Blackwrist (svart armband), en hún beindist að því að finna stjórnendur síðunnar.

Það var síðan á síðasta ári sem vinna lögreglunnar bar loks árangur en þá tókst tölvusérfræðingum hjá bandarísku leyniþjónustustofnuninni U.S. Department of Homeland Security að brjóta dulkóðun vefsíðunnar og finna IP-tölu hennar og skráningu en hún reyndist skráð í Adelaide. Þá fór málið að rúlla af krafti. Snemma árs voru Montri Salangam og Ruecha Tokputza handteknir. Aðeins hefur verið skýrt frá nöfnum þeirra en Interpol segir að fjöldi manna hafi verið handtekinn í níu ríkjum vegna málsins og að fleiri handtökur verði gerðar. Á sjöunda tug ríkja koma að rannsókn málsins.

Misnotaði frænda sinn

Salangam beitti 11 drengi kynferðislegu ofbeldi, þar á meðal frænda sinn. Það voru myndir af ofbeldinu gegn frændanum sem lögreglumenn Interpol sáu fyrst og ýttu málinu af stað. Salangam lokkaði drengi heim til sín með því að bjóða þeim sælgæti, mat, fótbolta og aðgang að tölvuleikjum á netinu.

Tokputza játaði 50 brot gegn 11 börnum á árunum 2011 til 2018. Yngsta fórnarlambið var aðeins 15 mánaða. Hann var með mörg þúsund barnaklámsljósmyndir og myndbandsupptökur í tölvunni sinni. Þegar Chapman kvað upp dóm yfir Tokputza sagði hún að hann væri haldinn ranghugmyndum og afbrigðilegri trú á að hann hjálpaði börnunum, að þau væru ánægð með að hann beitti þau kynferðislegu ofbeldi og að þau elskuðu hann.

„Þær mörg hundruð upptökur, sem hann gerði, þegar hann misnotaði börnin sýna aðeins sársauka, enga ást,“ sagði hún og að hann væri versta martröð sérhvers barns og að samfélaginu stafaði hætta af honum.

„Því miður eru margir eins og þú þarna úti en sem betur fer komst upp um þig.“

Tugum drengja bjargað

Interpol segir að nú þegar hafi 50 drengjum verið bjargað úr viðjum kynferðisofbeldis með aðgerðinni. Enn er verið að reyna að hafa upp á 100 drengjum til viðbótar sem Interpol telur að sæti enn ofbeldi og er verið að reyna að bera kennsl á þá.

Málið er gott dæmi um alþjóðlega samvinnu sem ber árangur. Ólík ríki hafa starfað saman og náð góðum árangri. Til dæmis var það bandarísk leyniþjónustustofnun sem náði að brjótast í gegnum varnarveggi heimasíðunnar eins og fyrr greinir. Það var tölvudeild búlgörsku lögreglunnar sem lokaði netþjónum síðunnar og tölvusérfræðingar lögreglunnar á Nýja-Sjálandi fóru handvirkt í gegnum lista yfir þá tugi þúsunda notenda sem voru skráðir á síðunni.

Interpol hefur gefið sterklega til kynna að margir eigi enn von á óþægilegri upplifun þegar lögreglan sækir þá og færir til yfirheyrslu vegna málsins. Það væri fólk sem hafði talið sig öruggt vegna dulkóðunar á vefsíðunni en hún veitir ekki neina vernd nú. Talsmenn bandarískra yfirvalda hafa sagt að hópur Bandaríkjamanna, úr efri lögum samfélagsins, verði væntanlega færður fyrir dóm á næstunni. Þar í landi hafa margir verið handteknir vegna málsins, þar á meðal fólk sem gegnir opinberum embættum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann