fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

Rabbínar ósáttir við Eurovision – Truflar hvíldardaginn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 05:59

Hatari er fulltrúi Íslands í keppninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá nokkrum manni að Eurovision stendur nú yfir í Tel Aviv í Ísrael. Ekki eru allir sáttir við að keppnin sé haldin í Ísrael og ekki eru allir sáttir við að úrslitakvöldið fari fram á laugardegi. Strangtrúaðir gyðingar og stjórnmálamenn eru mjög ósáttir við það því laugardagur er hvíldardagur gyðinga og varir frá sólsetri á föstudegi til sólseturs á laugardegi. Þennan dag á að halda heilagan að þeirra mati.

Nokkrir áhrifamiklir rabbínar telja að það að halda Eurovision á laugardegi brjóti hugsanlega gegn hvíldardeginum. Trúaðir gyðingar séu þvingaðir til að vinna á laugardegi og þetta sé hættulegt fyrir veru þeirra í hinu heilaga landi.

Úrslitakeppnin hefst einni klukkustund eftir sólsetur á laugardaginn og brýtur því í sjálfu sér ekki gegn hvíldardeginum en það gerir hins vegar öll hin mikla undirbúningsvinna sem þarf að fara fram á laugardeginum til að undirbúa kvöldið.

Af þessum sökum hafa ísraelsk stjórnvöld gefið út 2.000 undanþágur til að gyðingar geti unnið á hvíldardeginum í tengslum við keppnina.

Ekki er talið óhugsandi að málið geti haft pólitískar afleiðingar fyrir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, sem reynir nú að mynda nýja ríkisstjórn. Hann hefur átt í viðræðum við fjölda flokka um myndun samsteypustjórnar en í síðustu viku dró UTJ flokkurinn sig út úr viðræðunum vegna allra undanþáganna sem stjórnvöld hafa veitt vegna Eurovision.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bayern gefst upp í bili
Pressan
Í gær

Þess vegna er barnið þitt matvant

Þess vegna er barnið þitt matvant
Pressan
Í gær

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Í gær

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 2 dögum
Fannst eftir 41 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjar upplýsingar um barnamorðingjann – Hefði getað drepið 12.000 manns

Nýjar upplýsingar um barnamorðingjann – Hefði getað drepið 12.000 manns