fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

Eurovision færir út kvíarnar – Bandarísk útgáfa fer fljótlega af stað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 07:02

Eurovision fer fram í Tel Aviv í ár

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovision nýtur mikilla vinsælda í Evrópu og víðar um heiminn. Svo mikilla að nú hefur EBU (European Broadcasting Union), sem stendur fyrir keppninni, veitt sænska framleiðslufyrirtækinu Brain Academy heimild til að hrinda svipaðri keppni af stað í Bandaríkjunum.

Hollywood Reporter og fleiri fjölmiðlar skýra frá þessu. Vonast er til að fyrsta keppnin, sem hefur hlotið nafnið American Song Contest, geti farið fram 2021.

Peter Settman, forstjóri Brain Academy, sagði í samtali við Hollywood Reporter að hann geti ekki beðið eftir að geta kynnt „þessa frábæru keppni“ fyrir stærsta sjónvarpsmarkaði heims, þeim bandaríska.

Að íþróttaviðburðum undanskildum er Eurovision stærsti sjónvarpsviðburður heims að hans sögn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áætlanir hafa verið uppi um að koma Eurovision enn frekar á framfæri í heiminum. 2016 var tilkynnt að bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefði tryggt sér réttinn að bandaríska Eurovision og 2017 var tilkynnt um asíska útgáfu af Eurovision. Hvorugt hefur enn orðið að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þess vegna er barnið þitt matvant

Þess vegna er barnið þitt matvant
Pressan
Í gær

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Í gær

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 2 dögum
Fannst eftir 41 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni

„Mér líður eins og ofurkonu“ – Engin hefur lifað lengur með ígrætt líffæri úr svíni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð

Telja hugsanlegt að hinn grunaði í máli Madeleine McCann flýji frá Evrópu og fari í lýtaaðgerð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjar upplýsingar um barnamorðingjann – Hefði getað drepið 12.000 manns

Nýjar upplýsingar um barnamorðingjann – Hefði getað drepið 12.000 manns