fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Þýskur hægriflokkur gerir grín að Greta Thunberg – Segir hana vera andlega fatlaða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 07:59

Greta Thunberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski hægriflokkurinn Alternative für Deutschland (AfD), sem margir segja vera popúlistaflokk, berst nú af krafti í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningarnar síðar í mánuðinum. Meðal þess sem flokkurinn hefur gert er að vitna í vísindamenn sem segja að umræðan um hnattræna hlýnun jaðri við móðursýki. Þá hefur flokkurinn einnig gert grín að hinni 16 ára Greta Thunberg sem er aðgerðarsinni sem lætur loftslagsmálin til sín taka. Hafa frambjóðendur AfD lýst henni sem „andlega fatlaðri“ og svikahrappi.

The Guardian skýrir frá þessu. Allt frá því að AfD fékk þingmenn kjörna á þýska sambandsþingið 2017 hefur áhersla flokksins á loftslagsmálin farið vaxandi. Það virðist hafa aukið áhuga flokksins á þessum málaflokki að Greta Thunberg byrjaði að berjast fyrir aðgerðum í loftslagsmálum á síðasta ári en hún hefur verið óþreytandi við að koma fram til að vekja athygli á málunum. Hún hefur einnig tekið þátt í mörgum mótmælum í tengslum við þessa baráttu, þar á meðal í Þýskalandi.

Niðurstöður rannsóknar sýna að fyrst eftir stofnun AfD 2013 voru loftslagsmálin varla nefnd á nafn á samfélagsmiðlum flokksins. 2017-2018 voru þau nefnd um 300 sinnum og á undanförnu ári 900 sinnum. Greta Thunberg hefur verið aðalumfjöllunarefnið í þeim umfjöllunum.

Félagar í AfD hafa dreift bæklingum þar sem dregið er í efa að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað. Í kosningabaráttunni á undanförnum dögum hefur flokkurinn hert á gagnrýni sinni á Greta Thunberg. Henni hefur verið líkt við félaga í Hitlerjugend, æskulýðshreyfingu nasista, og einn frambjóðandi flokksins hvatti hana til að leita sér læknisaðstoðar vegna „geðrofs“.

Á Facebooksíðu AfD er margoft tekið fram að Greta sé leiðtogi loftslagshreyfingar-sértrúarsöfnuðar og lýsingar á borð við CO2-sértrúarsöfnuður, loftslagsbreytingaörvænting og loftslagsbreytingaheilaþvottur eru mikið notuð þar.

The Guardian hefur eftir Jakob Guhl, sem starfar hjá the Institute for Strategic Dialogue sem berst gegn öfgum og öfgahyggju, að efasemdir um loftslagsbreytingarnar sé orðinn fastur punktur í stefnu AfD.

„Sú staðreynd að margir þekktir stjórnmálamenn, þvert á hið pólitíska litróf í Þýskalandi, styðja 16 ára stúlku, aðgerðarsinna, hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum mánuðum. Þetta gefur flokknum tækifæri til að stilla loftslagsbreytingum upp sem órökréttum, móðursýkislegum og örvæntingarfullum sértrúarsöfnuði eða nýjum trúarbrögðum. Þegar ráðist er á Greta, oft á tíðum á grimmdarlegan hátt, eins og þegar grín er gert að henni fyrir einhverfu hennar þá er það aðferð til að sýna pólitíska andstæðinga AfD sem fólk sem hugsar ekki rökrétt.“

Er haft eftir Guhl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga