fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Segir Hatara traðka á reglum Eurovision – „Þeir eru farnir yfir strikið“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. maí 2019 05:58

Frábærar fréttir. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Hatari kom fram á fréttamannafundi í Tel Aviv í vikunni var fundinum slitið hið snarasta af ísraelskum fundarstjóra sem sagði að tíminn væri útrunninn. En svo ótrúlega vildi til að þetta gerðist í kjölfar þess að Hatari var spurður um afstöðu hljómsveitarinnar til deilna Ísraels og Palestínu.

„Við vonum auðvitað að hernámið endi svo fljótt sem verða má og að friður ríki.“

Var það eina sem Matthías Haraldsson, söngvari Hatara, náði að segja áður en hljómsveitin varð að yfirgefa sviðið. Þessi afstaða Hatara til stöðu mála í Ísrael og Palestínu og hreinskilni þeirra hefur heldur betur hrært upp í Eurovision þetta árið að því er segir í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins (DR). Fréttamenn DR ræddu við Hatara í gær.

„Ég náði rétt svo að segja orðið „hernám“ en það var nægilega eldfimt til að vekja athygli. Okkur fannst við geta sagt meira en kannski er það ekki okkar hlutverk? Kannski er það hlutverk stjórnmálamanns en ekki listamanns. Það eru átök innra með mér um þetta.“

Sagði Matthías við fréttamenn DR og bætti við:

„Eurovision er keppni sem er sköpuð á grunni friðar og kærleika en það gengur ekki upp þegar hún er síðan haldin í landi eins og þessu sem er undir áhrifum átaka, klofnings og kúgunar.“

Dansa þeir á línunni eða eru þeir farnir yfir strikið?

Í reglum Eurovision segir að ekki sé um pólitískan atburð að ræða. Einnig er tekið fram að lögin, ræður eða látbragð keppenda megi ekki innihalda pólitískan boðskap og það má heldur ekki bölva í lagatextunum. Brot gegn þessu geta orðið til þess að þátttakendum verði vísað úr keppni.

„Hatari dansar ekki bara á línunni um hvað er hægt að leyfa sér í Eurovision, þeir traðka á henni.“

Hefur DR eftir William Lee Adams, blaðamanni og stofnanda hinnar vinsælu Eurovisionsíðu Wiwibloggs.

„Ég tel þá augljóslega vera pólitíska. Þeir viðra sínar persónulegu skoðanir af krafti. Ég tel raunar að þeir séu farnir yfir strikið.“

Hann telur þó að Hatari þurfi að ganga mjög langt til að þeim verði vísað úr keppni. EBU (sem heldur keppnina) vill hafa þetta keppni 41 þjóðar og forðast deilur, sérstaklega nokkrum dögum fyrir fyrri undanúrslitakvöldið segir hann.

„Ef Hatari ákveður að gera eitthvað pólitískt á sviðinu í beinni útsendingu er ég ekki í vafa um að það mun hafa afleiðingar en ég held að þeim verði ekki vísað úr keppni.“

Klemens Hannigan og Matthías Haraldsson sögðu í samtali við DR að þeir telji sig ekki hafa brotið gegn reglum Eurovision.

„Við dönsum á mjórri línu, það er enginn vafi um það en okkur finnst það sem við höfum sagt vera mjög diplómatískt. Við höfum bara sagt sannleikann eins og hann blasir við okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn