fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Rændu þrír eftirlýstir hryðjuverkamenn peningaflutningabíl í mars? Þýska lögreglan leitar þeirra logandi ljósi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. apríl 2019 06:50

Ernst-Volker Staub, Daniela Klette og Burkhard Garweg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska lögreglan hefur lengi leitað að tveimur körlum og einni konu sem eru talin vera fyrrum félegar í hryðjuverkasamtökunum Rote Armee Fraktion. Það er eins og fólkið sé týnt og tröllum gefið en samt sem áður birtist það öðru hvoru og þá eru það alvarleg afbrot sem eiga sér stað.

Nú síðast er fólkið grunað um að hafa rænt peningaflutningabíl í Köln í byrjun mars. Flóttabíll ræningjanna fannst síðan brunninn.

Þau sem leitað er að heita Daniela Kletta, 61 árs, Ernst-Volker Staub, 65 ára, og Burkhard Garweg, 50 ára. Talið er að þau standi á bak við níu til tólf rán og hafi haft mörg hundruð þúsund evrur upp úr krafsinu.

Þýsk yfirvöld hafa heitið 80.000 evrum í verðlaun fyrir upplýsingar sem verða til þess að hægt verður að hafa uppi á þremenningunum. En þrátt fyrir þessi háu verðlaun, mörg hundruð ábendingar, greinar í dagblöðum og tímaritum og sjónvarpsþætti er lögreglan ekki við að hafa uppi á þeim. Síðasti stóri áfangi náðist 2015 þegar lögreglan fann lífsýni úr þremenningunum eftir rán.

Marcus Röske, saksóknari, sagði í samtali við Kreiszeitung að stærsta vandamálið nú sé að lögreglan hafi ekki hugmynd um hvar þremenningarnir eru. RP Online segir að nokkrum sinnum hafi lögreglan verið við að hafa hendur í hári þremenningana en þeir hafi alltaf komist undan á síðustu stundu.

En það er ekki bara þýska lögreglan sem leitar að þremenningunum því fyrir nokkrum árum síðar beindust sjónir lögreglunnar að Hollandi en sími, sem talið er að þremenningarnir hafi notað, var þá staðsettur þar í landi. Auk hollensku lögreglunnar vinna franska, ítalska og spænska lögreglan að rannsókn mála tengdum þremenningunum og leita þeirra.

Myndir af þremenningunum og teikningar af þeim eins og þau líta hugsanlega út núna.

Ernst-Volker Staub er talinn hafa sést á tjaldstæði í norðurhluta Ítalíu en það hefur ekki verið sannað. Þá leikur grunur á að þremenningarnri fái aðstoð hjá gömlum vinum sínum í basknesku hryðjuverkasamtökunum ETA eða hjá systursamtökunum, Rauðu herdeildunum, á Ítalíu.

Þýskir fjölmiðlar segja að lögreglan telji ekki útilokað að þremenningarnir hafi fengið ný persónuskilríki á tímum Austur-Þýskalands en tengsl voru á milli Rauðu herdeildanna og austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi. Vitað er að tíu aðrir félagar í Rauðu herdeildunum fengu ný persónuskilríki í gegnum Stasi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð