Washington Post skýrir frá þessu og byggir frétt sína á samtölum við embættismenn og fólk sem stendur fjölskyldu Khashoggi nærri.
Börnin eru sögð hafa fengið greiðslur gegn því að ræða lítið um morðið á föður þeirra. Samkvæmt frásögnum embættismanna þá hafa börnin, tveir synir og tvær dætur, fengið margar milljónir dollara sem einhverskonar blóðpeninga nú í aðdraganda samningaviðræðna um bætur vegna morðsins en þær munu væntanlega hefjast þegar réttarhöld hefjast yfir þeim 11 sem eru grunaðir um morðið. Ekki er ljóst hvort þess verði krafist að börn Khashoggi fyrirgefi morðingjunum til að fá frekari greiðslur.
The Washington Post segir að börnin hafi fengið dýr hús og fái nú 10.000 dollara mánaðarlega. Salman konungur er sagður hafa samþykkt þessar greiðslur sem lið í aðgerð til að „lappa upp á hlutina“.