Þetta er mikil breyting á skömmum tíma því 2015 voru konurnar 18% prósent spilafíkla. BBC skýrir frá þessu.
Rannsókn, sem náði til 5.000 manns, leiddi í ljós að heildarfjöldi spilafíkla hefur dregist saman síðan 2015 en á sama tíma hefur þeim fjölgað sem glíma við alvarlega spilafíkn. Fjöldi kvenna, sem glíma við spilafíkn, hefur aukist á undanförnum 10 árum að sögn heilbrigðisyfirvalda.
Haft er eftir Ulla Romild, sem vann að rannsókninni, að þrátt fyrir að spilafíklum hafi fækkað í heildina sé það „áhyggjuefni“ að þeim hafi fjölgað sem glíma við alvarlega spilafíkn og að konum hafi fjölgað.