fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Nýjar upplýsingar um síðustu stundir Hitlers koma fram í dagbók einkaflugmanns hans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. apríl 2019 05:59

Hver borgar 150 milljónir fyrir úr sem Hitler átti?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. apríl 1945 rigndi sprengjunum niður yfir Berlín. Sovéskar hersveitir voru við það að gera út af við síðustu leifar Þriðja ríkisins og nálguðust höfuðstöðvar Hitler óðfluga. Í byrgi sínu undirbjó Hitler sig undir að taka eigið líf.

Nýlega voru endurminningar einkaflugmanns hans, Hans Baur, gefnar út á nýjan leik en þær voru fyrst gefnar út 1956 og voru flestum gleymdar. Það er Frontline Books sem gaf endurminningarnar út á ensku undir hetinu „I was Hitler‘s Pilot“ en á þýsku heita þær Ich flog Mächtige der Erde.

Í bókinni fæst innsýn í síðustu mínúturnar í lífi Hitlers. Daily Mail skýrir frá þessu.

Baur var flugmaður Hitlers frá byrjun fjórða áratugarins og var náinn vinur leiðtogans sem var meðal annars svaramaður í brúðkaupi Baur.

Baur lýsir kveðjustund sinni og Hitlers í smáatriðum í bókinni.

„Hitler kom til mín og tók um báðar hendur mínar: „Baur, ég vil gjarnan kveðja þig. Stundin er runnin upp. Herforingjar mínir hafa svikið mig, hermenn mínir vilja ekki berjast svo ég get ekki haldið áfram.“

Segir Baur og segist síðan hafa reynt að tala um fyrir Hitler.

„Ég reyndi að tala um fyrir honum og sagði honum að enn væru flugvélar á lausu og að ég gæti flogið með hann til Japan eða Argentínu eða til einhvers af arabísku höfðingjunum sem voru honum vinsamlegir vegna afstöðu hans til gyðinga.“

En Hitler vildi ekki heyra minnst á flótta.

„Stríðinu lýkur með falli Berlínar. Ég stend eða fell með Berlín.“

Sagði leiðtoginn og hóf síðan einræðu:

„Maður verður að safna í sig kjarki til að taka afleiðingunum og þess vegna bind ég nú enda á þetta. Ég veit að milljónir manna muni bölva mér á morgun, það eru örlögin. Rússarnir vita vel að ég er hér í þessu byrgi en ég er hræddur við að þeir noti gasvopn. Ég veit að það eru gassíur hér en er hægt að stóla á þær?“

Hann gaf Baur síðan verðmætt málverk í þakklætisskyni fyrir störf hans í gegnum tíðina. Því næst fór hann og svipti sig lífi.

Baur reyndi að flýja frá byrginu en á flóttanum var hann skotinn í annan fótinn og þurfti að taka hann af síðar. Hann var tekinn til fanga af Sovétmönnum og var í haldi þeirra næstu 11 árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár